Bænadagar og páskar 2015

Magnaðasta vika ársins er runnin upp. Við hlökkum mikið til helgihaldsins og fáum frábæra listamenn til samstarfs.

Á skírdagskvöld kl. 20 syngur kvartett úr Kammerkór Háteigskirkju verk eftir Bach, viagra 60mg Mozart, sickness Archer og Þorkel Sigurbjörnsson.

imageFöstudagurinn langi kl. 14, click verður lágstemmdur en afar innilegur. Hugi Jónsson baritón flytur meðal annars Vertu Guð faðir, faðir minn og Allt eins og blómstrið eina eftir Jón Leifs. Einnig verður frumflutt ný útsetning að sálminum Dýrð, vald, virðing eftir organista Háteigskirkju, Kára Allansson. Hún er mjög í anda Jóns Leifs. Hinn gullfallegi sálmforleikur Bachs, O Mensch, bewein’ dein’ Sünde groß, BWV 623, verður leikinn á orgelið sem eftirspil.

image Páskadagur skartar gleðisálmum, hátíðasöngvum sr. Bjarna Þorsteinssonar og hvorki meira né minna en básúnukvartettinum Los trombones trans Atlantico var stofnaður í apríl 2014 af David Bobroff, bassabásúnuleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Kvartettinn skipa fyrir utan David, Stefán Ómar Jakobsson, básúnuleikari í Stórsveit Reykjavíkur, Ingibjörg Azima, básúnuleikari í rokksveitunum Smurjóni og Sauðrekunum og Carlos Caro Aguilera, básúnuleikari við íslensku óperuna.

Los Trombones trans Atlantico hefur að markmiði að spila hefðbundin verk fyrir básúnukvartett sem ekki heyrast oft opinberlega hér á landi en einnig að spila ný samtímaverk og þá ekki síst verk samin fyrir Los Trombones trans Atlantico.

Nafnið Los Trombones trans Atlantico er tilkomið vegna þess hvernig básúnurnar sameina meðlimi kvartettsins yfir Atlantshafið um leið og það skilur að upprunalönd þeirra.

Los Trombones trans Atlantico hefur leikið við opnun myndlistarsýninga í tvígang á árinu 2014, í seinna skiptið var frumflutt verk sérstaklega samið fyrir kvartettinn.

Sjá nánar á vefsíðu Háteigskirkju

http://kirkjan.is/hateigskirkja/