Bach og Björn í Laufási – 2. nóvember kl. 17

SONY DSC

Trio aftanblik flytur tónlist eftir Johann Sebastian Bach og sálma eftir Björn Halldórsson í Laufási.
Úr smiðju Bachs verða fluttar trúarlegar aríur úr   Magnificat og Cantata nr.21 sem fjalla um  myrkrið og sorgina, page en eftir sorgina kemur vonin, view og upprisan.  Og þá tekur við bjartari tónlist eins og Jesu, joy of man’s desiring,Mein Glaubiges Herze og fleiri vel þekkt verk eftir einn mesta tónsmið allra tíma Johann Sebastian Bach.
Björn Halldórsson í Laufási  er eitt af kunnustu sálmaskáldum okkar, hann orti bæði veraldleg ljóð og sálma.   Margir af fegurstu og þekktustu sálmunum í sálmabókinni eru  eftir Björn sem munu fá að hljóma á tónleikunum, líkt og „Sjá himins opnast hlið, Á hendur fel þú honum og Að biðja sem mig bæri.
Trio aftanblik skipa: Gerður Bolladóttir sópran,Victoria Tarevskaia selló og Katalin Lörencz orgel.
Tildrög þess að stilla þeim tveimur saman; Birni og Bach, má rekja til æsku söngkonunnar í Laufási þar sem Bach hljómaði oft á fóninum. Faðir hennar, séra Bolli Gústavsson, var prestur á staðnum í tvo áratugi. Hann ritaði bók um séra Björn, ævi hans og kveðskap. Þess vegna koma þeir tveir Björn og Bach  oft upp í hugann þegar hún hugsar til æskunnar og minnist föður síns með ritvél, kaffi, heimildir um Björn og undurfagra tónlist Bachs á fóninum.

Aðgangseyrir er 2000 krónur